Íslandssjóðir yfirtaka rekstur sjóða Rekstrarfélaga Byrs

29.05.2012
Í framhaldi af sameiningu Íslandsbanka og Byrs hafa Íslandssjóðir hf., dótturfyrirtæki Íslandsbanka, yfirtekið rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs. Íslandssjóðir stýra og reka innlenda og alþjóðlega verðbréfa- og fjárfestingarsjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Við þessa yfirtöku aukast eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þá fá fyrrum viðskiptavinir Byrs breiðara vöruúrval, en Íslandssjóðir starfrækir úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Yfirtakan á rekstri sjóðanna var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu þann 14. maí og mun yfirfærslan á eignum sjóðanna eiga sér stað þann 31. maí nk.

Um er að ræða alla sjóði Rekstrarfélags Byrs:
  • Skuldabréfasjóðinn
  • Alþjóða virðissjóðinn
  • Alþjóða vaxtarsjóðinn
  • Fyrirtækjasjóðinn (er í slitaferli)
Sjóðirnir munu starfa í óbreyttri mynd þar til annað verður ákveðið og verða því ekki aðrar breytingar að sinni.

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við ráðgjafa VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900, eða aðra söluaðila Íslandssjóða til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall