Íslandsbanki innleiðir samkeppnisstefnu

13.05.2012

Starfsemi Íslandsbanka er víðtæk og ákvarðanataka um viðskipti er dreifð. Til að tryggja að farið sé eftir samkeppnisreglum í hvívetna hefur framkvæmdastjórn Íslandsbanka samþykkt innleiðingu á samkeppnisstefnu. Samkeppnisreglur gegna mikilvægu hlutverki á frjálsum markaði til að tryggja neytendum og þjóðfélaginu ábatann af virkri samkeppni.

Ábyrgðaraðili samkeppnismála Íslandsbanka, Kristín Ninja Guðmundsdóttir, mun annast fræðslu um samkeppnismál fyrir starfsmenn bankans. Gildissvið samkeppnislaganna og bannákvæði eru víðtæk og er því þekking starfsmanna bankans á lögunum mikilvæg. Þá stendur nú yfir innleiðing á innra samkeppniseftirliti og greining á hættu á samkeppnislagabrotum í starfsemi bankans.

Sem stór aðili á markaði ber Íslandsbanki ábyrgð á að gæta varfærni í aðgerðum sínum. Íslandsbanki telur mikilvægt að starfsemi bankans sé að öllu leyti í samræmi við samkeppnisreglur og að ákvarðanir, samningar og aðgerðir hans á markaði brjóti ekki gegn samkeppnislögum enda telur bankinn að með heiðarlegri samkeppni á markaði sé hagur viðskiptavina bankans best tryggður.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall