Glacier Securities ráðgjafi í stóru jarðhitaverkefni í Bandaríkjunum

13.04.2012

Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, er ráðgefandi aðili í umfangsmiklu jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum en viljayfirlýsing vegna þess var undirrituð í gær. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í langan tíma og hafa starfsmenn Glacier unnið að því með samningsaðilum og nýtt sérþekkingu sína á þessu sviði. Hjá Glacier starfa sjö manns í New York og á Íslandi sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sviði fjármögnunar og ráðgjafar í jarðvarmaverkefnum og sjávarútvegi, m.a. í Bandaríkjunum, Chile og víðar.

Verkefnið sem um ræðir snýst um 15 milljón dollara lánveitingu frá Geothermal Regional Center (GRC) til U.S. Geothermal Inc. (USG) vegna þróunar og uppbygginu á orkuveri í San Emido í Nevada í Bandaríkjunum. Fjármunanna verður aflað í gegnum EB-5 Immigrant Investor Pilot Program, en það er kerfi sem sett er upp af yfirvöldum í Bandaríkjunum og snýst um að laða að erlenda fjárfesta í skiptum fyrir atvinnu og dvalarleyfi í Bandaríkjunum (græna kortið). Áætlað er að verkefnið muni auka raforkuframleiðslu í Bandaríkjunum um 17,1 megavött og skapa fjölda starfa. Hlutverk Glacier Securities var að vera ráðgefandi um val á verkefni sem ráðist yrði í fyrir þá fjármuni sem er aflað í gegnum EB-5 kerfið, en þetta er í fyrsta sinn sem þessu kerfi og aðferðarfræði er beitt við þróun og fjármögnun á jarðhitaverkefnum í Bandaríkjunum.

Charles Arrigo, sem leiðir jarðhitaráðgjöf Glacier Securities í New York, segir að reynsla og þekking fyrirtækisins á sviði fjármögnunar jarðhitaverkefna veiti því sérstöðu. Sú sérstaða byggi einmitt á útflutningi á íslenskri sérfræðiþekkingu á jarðhita. Hann segir að Glacier Securities muni áfram nýta þessa þekkingu til að vinna með fyrirtækjum og stofnunum í jarðhitaiðnaði, í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall