Íslandsmót Íslandsbanka í 10 dönsum

09.03.2012 - Atburðir

Um næstu helgi, 10. og 11. mars, fer fram Íslandsmeistaramót Íslandsbanka í 10 dönsum að Ásvöllum í Hafnarfirði. Keppt verður í 10 dönsum (5 standard dönsum og 5 latin dönsum) og verður það par íslandsmeistari sem stendur sig best í samanlögðum árangri. Þrjú pör munu vinna sér þátttökurétt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem fara fram síðar á árinu.

Þetta er í tólfta sinn sem Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum er haldið. Alls taka um 300 pör þátt í mótinu og eru þau á aldrinum 5 til 23 ára. Dómararnir koma frá Hollandi, Ungverjalandi, Sviss og Svíþjóð.

Íslandsbanki er einn aðalstyrktaraðili Dansíþróttasambands Íslands og hefur einnig styrkt unga og efnilega dansara í gegnum Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Þrjár ungar og efnilegar danskonur hlutu styrk á síðasta ári og munu þær allar keppa á mótinu. Þetta eru danskonurnar Perla Steingrímsdóttir, Hanna Rún Óladóttir og Sara Rós Jakobsdóttir. Þær hafa allar náð miklum árangri í dansíþróttinni á undanförnum árum og eru í fremstu röð íslenskra samkvæmisdansara í dag. Að auki verður boðið upp á glæsilegar danssýningar á mótinu.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir 10 ára og eldri. Frítt er fyrir yngri en 10 ára og 67 ára og eldri.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall