Íslandssjóðir hf. - Ársuppgjör 2011

08.03.2012 - Uppgjör

Stjórn Íslandssjóða hf. sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2011. Íslandssjóðir er dótturfélag Íslandsbanka.

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2011

 • Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða hf. og B-hluta sem inniheldur ársreikninga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
 • Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2011 nam 247 m.kr. samanborið við 258 m.kr. árið 2010.
 • Hreinar rekstrartekjur námu 1.139 m.kr. samanborið við 1.015 m.kr. árið áður.
 • Rekstrargjöld námu 830 m.kr. samanborið við 699 m.kr. árið áður.
 • Heildareignir félagsins námu 2.854 m.kr. í árslok 2011 en voru 2.986 m.kr. í ársbyrjun.
 • Eigið fé í árslok 2011 nam 1.741 m.kr. en var 1.559 m.kr. í ársbyrjun.
 • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 167,8% í árslok 2011 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
 • Í lok desember 2011 voru 17 sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 112.890 milljónum króna. Einn sjóður sem er skráður í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
 • Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var 8.759 m.kr. árið 2011 samanborið við hagnað uppá 10.547 m.kr. árið 2010.
 • Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á viðskipta- og vöruþróun, og hefur verðbréfasjóðum sem fyrirtækið rekur fjölgað. Nýjum sjóðum félagsins hefur verið mjög vel tekið, en vel yfir 10 þúsund fjárfestar eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum Íslandssjóða. Tveir nýir sjóðir voru stofnaðir á árinu, Eignasafn - Ríki og sjóðir og Skuldabréfasafn Íslandssjóða. Á árinu 2012 verður haldið áfram að leita nýrra viðskiptatækifæra.
 • Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2011.
 • Í lok desember 2011 störfuðu 14 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall