Íslandsbanki efstur meðal fjármálafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni

23.02.2012

Viðskiptavinir Íslandsbanka eru ánægðastir viðskiptavina fjármálafyrirtækja samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem nú er kynnt í 13. sinn. Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni nokkurra Evrópuþjóða um mælingar á ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnugreinum. Capacent Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingum hér á landi. Viðskiptavinir meta fyrirtæki út frá nokkrum þáttum sem tengjast ánægju þeirra, s.s. ímynd, þjónustugæðum og áhrif ánægju á tryggð þeirra við fyrirtæki. Að þessu sinni voru 26 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum mæld. Niðurstöðurnar byggja á svörum að lágmarki 200 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Þjónusta í fyrirrúmi hjá Íslandsbanka

Á síðustu þremur árum hefur Íslandsbanki lagt áherslu á að tvinna saman úrlausnarmál viðskiptavina og stóreflda þjónustu. Bankinn lagði í mikla vinnu á síðasta ári við að kortleggja með rannsóknum þá þjónustuþætti sem viðskiptavinir telja mikilvægasta.  Viðskiptavinir og starfsmenn bankans tóku virkan þátt í mótun þjónustustefnu bankans  og má sem dæmi nefna að um 150 viðskiptavinir bankans var tóku þátt í  stefnufundi bankans í janúar á síðasta ári þar sem meginmarkmiðið var hlusta á sjónarmið þeirra um þjónustumál. Var þetta mikilvægur liður í því að fá beina endurgjöf um það sem  vel hefur verið gert og hvar hægt er að bæta um betur.

Jákvæður starfsandi skilar sér til viðskiptavina

Einn af lykilþáttum í sameiningu Íslandsbanka og Byrs var markmiðið að efla þjónustu sameinaðs banka enn frekar.  Þjónustukannanir síðustu ára hafa sýnt að starfsfólk Byrs hefur verið framúrskarandi í þjónustu við viðskiptavini sína.  Starfsfólk Íslandsbanka hefur sömuleiðis hlotið góða einkunn þegar kemur þjónustumálum.  Rannsóknir hafa sýnt að góður starfsandi og ánægja í starfi skipta höfuðmáli þegar kemur að því að veita öfluga og persónulega þjónustu. Í nýlegri vinnustaðagreiningu kom fram að um 90% starfsmanna Íslandsbanka eru ánægðir í starfi og mæla með Íslandsbanka sem góðum vinnustað.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Niðurstöðurnar í Ánægjuvoginni eru okkur mikið gleðiefni en aðallega hvatning til að gera enn betur. Byr sparisjóður var alltaf ofarlega í Ánægjuvoginni  fyrir sameiningu enda þekktur fyrir persónulega og góða þjónustu. Það hefur því verið mikill fengur fyrir Íslandsbanka að fá til liðs við sig bæði starfsfólk og viðskiptavini Byrs. Ég sagði við sameininguna að fyrirtækjamenning þessara tveggja banka væri áþekk. Það hefur svo sannarlega komið á daginn í sameiningarferlinu þar sem jákvæðni starfsmanna og viðskiptavina hefur haft mikið að segja um hve vel hefur gengið.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall