Þýðing sjávarklasans í íslensku efnahagslífi

17.02.2012
  • Framlag til þjóðarbúskaparins nemur um 26% af vergri landsframleiðslu
  • Allt að 20% af störfum í landinu tengd klasanum
  • Aukinn sjálfstæður útflutningur fyrirtækja

Íslandsbanki í samstarfi við Íslenska Sjávarklasann hefur gefið út skýrslu um þýðingu sjávarklasans í íslensku efnahagslífi. Skýrslan byggir á rannsóknum sem hafa verið unnar undanfarin tvö ár. Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi og hefur það að markmiði að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þeirrar starfsemi sem undir sjávarklasann falla. Íslandsbanki er einn af stofnaðilum klasans og hefur verið aðalbakhjarl hans frá upphafi.

Heildarframlag íslenska sjávarklasans til landsframleiðslu

Í skýrslunni er áætlað að heildarframlag sjávarklasans til landsframleiðslu árið 2010 hafi verið 26%, eða um 400 milljarðar króna. Þetta hlutfall er samsett úr fjórum þáttum; beinu framlagi (10,2%), óbeinu framlagi (7,3%), eftirspurnaráhrifum (7,0%) og að lokum er meðtalin önnur útflutningsstarfsemi klasans (1,5%). Beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu, þ.e. virðisaukinn, er það sem Hagstofan mælir fyrir bæði útgerð og vinnslu og því er þetta hækkun um 16%. Grunnforsenda þessara útreikninga er að sjávarútvegurinn sé grunnatvinnuvegur. Í tengslum við hann hefur byggst upp fjölbreytt safn fyrirtækja innanlands sem sér honum fyrir aðföngum og tekur afurðir hans til úrvinnslu og dreifingar. Þetta er verulega umfangsmikil starfsemi og slagar hún hátt upp í beint framlag sjávarútvegsins sjálfs til landsframleiðslu sem sýnir að íslenski sjávarklasinn hefur verið á greinilegu vaxtar- og þroskaskeiði.

Vöxtur í útflutningsstarfsemi

Auk útflutnings á hefðbundnum sjávarafurðum hafa allmargar greinar í sjávarklasanum hafið eigin útflutning. Fyrirtæki sem spruttu upp á grundvelli sérhæfðar þjónustu við íslenskan sjávarútveg hafa mörg hver hafið sjálfstæðan útflutning og vaxið innan klasans. Þessi útflutningur var um 4% af heildarútflutningi landsmanna árið 2010 eða um 42 milljarðar kr. og skapar um 2.300 störf.

Fjölgun starfa tengdum sjávarútvegi

Í öllum greinum sjávarklasans, að undanskildu fiskeldi, hefur orðið töluverð fjölgun starfa á undanförnum árum. Í grunngreinum sjávarklasans er hagnaður að jafnaði mun meiri en í öðrum greinum hagkerfisins og launakjör yfirleitt betri en að meðaltali í landinu. Hingað til hefur aðeins verið talað um störf sjávarútvegsins sjálfs en ekki heildarstörf, bein og óbein störf, sem tengjast íslenska sjávarklasanum. Athuganir hafa leitt í ljós að fjöldi þeirra sem starfa í sjávarklasanum séu allt að 35 þúsund störf eða um 20% af störfum í landinu.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall