Sjávarklasinn stuðlar að aukinni menntun í sjávarútvegi

10.02.2012

Sjávarklasinn fundaði í vikunni með menntastofnunum sem eiga aðild að klasanum um hvernig megi auka áhuga ungs fólks á að mennta sig í fræðum tengdum sjávarútvegi. Sjávarklasinn hefur það að markmiði að auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi haftengdrar starfsemi á Íslandi. Áhugi ungs fólks á menntun sem tengist sjávarklasanum er takmarkaður og nokkuð hefur borið á skorti á vel þjálfuðu og menntuðu fólki á tilteknum sviðum klasans. Ef markmið sjávarklasans um að auka verðmætasköpun á næstu árum á að ganga eftir þarf að efla menntun og áhuga ungs fólks á klasanum.

Ákveðið var að mynda menntahóp allra þeirra aðila sem koma að sérmenntun sem tengist sjávarklasanum. Íslandsbanki ákvað að veita 5 milljóna króna styrk til að efla menntun í þessum fræðum en bankinn er jafnframt einn af stofnaðilum klasans. Menntahópurinn hittist nú í vikunni og kynntu fulltrúar menntastofnanna þá menntun sem boðið er upp á í þessum fræðum. Á fundinum kom fram að aðsókn hefur víða dvínað á síðustu árum og að þörf sé á að bjóða upp á nýja og spennandi námskosti. Hópurinn stefnir að því að aðgerðaráætlun varðandi menntamálin liggi fyrir í vor sem miðar að því að auka aðsókn nemenda næstu skólaár.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall