Íslandsbanki og Keldan í samstarf um markaðsupplýsingar

09.02.2012
Á nýjum vef Íslandsbanka má finna yfirlitssíðu um íslenska fjármálamarkaðinn. Þessi síða er birt í samvinnu við Kelduna sem er í fararbroddi í birtingu markaðsupplýsinga. Á vefnum eru upplýsingar um viðskipti hlutabréfa og skuldabréfa, yfirlit um sjóði Íslandsbanka, gengi gjaldmiðla, stýrivexti Seðlabanka og millibankavexti (libor). Enn fremur er birt yfirlit viðskiptafrétta úr öllum helstu miðlum auk dagatals viðskiptalífsins þar sem er að finna yfirlit yfir viðburði í viðskiptalífinu og útgáfudaga á ýmsum upplýsingum frá m.a. Seðlabanka Íslands, Hagstofunni og Vinnumálastofnun. 

Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar:

“Íslandsbanki hefur lengi stutt vel við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum og erum við hjá keldan.is afar ánægð með þetta samstarf. Nýi vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur, ekki síst dagleg uppfærsla á sjóðum rekstrarfélaganna og dagatal viðskiptalífsins sem gefur fólki færi á að fylgjast vel með viðburðum og útgáfu á hinum ýmsu upplýsingum. Það er greinileg eftirspurn eftir markaðsupplýsingum og munum við halda áfram að þjónusta almenning eins vel og mögulegt er með því að setja upplýsingarnar skilmerkilega fram á einum stað.“ 


Sigurjón Ólafsson, deildarstjóri vefmála og netbanka Íslandsbanka: 

"Við erum mjög ánægð með samstarfið við Kelduna sem sérhæfir sig í þróun og birtingu markaðsupplýsinga. Núna getum við boðið viðskiptavinum okkar og öðrum notendum vefsins upp á öfluga markaðssíðu með öllum helstu upplýsingum á einum stað sem áður þurfti að sækja á mörgum mismunandi síðum. "


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall