Hvað er samfélagsábyrgð fyrirtækja?

07.02.2012

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.00. Fjallað verður um skilgreiningu hugtaksins samfélagsábyrgð fyrirtækja út frá sjónarhorni fræðimannsins, fyrirtækja og neytenda. Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins flytja erindi. Að þeim loknum fara fram pallborðsumræður.

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var hóf starfsemi  í október síðastliðnum. Markmiðið með starfsemi Festu er að efla þekkingu á málefnum tengdum samfélagsábyrgð fyrirtækja. Stofnaðilar Festu eru Íslandsbanki, Síminn, Landsvirkjun, Alcan á Íslandi, Landsbankinn og Össur. Festa er með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef Samtaka atvinnulífsins.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall