Íslandsbanki og Byr sameinast á Akureyri

06.02.2012

Í dag sameinast útibú Íslandsbanka og Byrs á Akureyri undir merkjum Íslandsbanka. Er þetta fjórða sameining útibúa bankanna, en áður hafa sameinast útibúin í Reykjanesbæ, Kópavogi og í Hraunbæ. Sameinað útibú mun fyrst um sinn starfa í húsnæði Byrs að Skipagötu 9, þar sem unnið verður að endurbótum á húsnæði Íslandsbanka að Skipagötu 14 næstu vikurnar. Stefnt er að því að þeim ljúki í mars og mun útibúið þá flytja aftur á Skipagötu 14.

Útibússtjóri sameinaðs útibús verður Ingi Björnsson, núverandi útibússtjóri Íslandsbanka. Sigrún Skarphéðinsdóttir verður viðskiptastjóri einstaklinga, en hún hefur sinnt því starfi hjá Byr, og Rúnar Þór Sigursteinsson verður viðskiptastjóri fyrirtækja.

Útibúið verður opið til kl. 18 í dag í tilefni sameiningarinnar og verður boði uppá kaffi og veitingar fyrir viðskiptavini.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall