Íslandsbanki opnar nýjan vef

03.02.2012

Í dag var nýr vefur Íslandsbanka settur í loftið. Vefurinn tekur mið af talsvert breyttu skipulagi bankans eftir að tvö ný vörumerki litu dagsins ljós á síðasta ári, VÍB eignastýringarþjónusta og Ergó fjármögnun.

Megin breytingin frá eldri vef fyrir utan breytt útlit er tiltekt í efni og leiðarkerfi. Farið hefur verið í gegnum allar síður á vefnum, flokkar endurskipulagðir, síðum fækkað og textinn styttur og endurskrifaður. Þessar breytingar ættu að skila sér í notendavænni vef fyrir viðskiptavini bankans.

Helstu breytingar frá fyrri vef:

  • Upphafssíða er forsíða „Einstaklinga“ sem er einn af þremur meginflokkum vefsins ásamt „Fyrirtæki“ og „Um Íslandsbanka“
  • Innskráning í Netbanka hefur færst aðeins ofar hægra megin á síðunni
  • Vaxtatafla er aðgengileg í töflu frá forsíðu
  • Minni áhersla er á fréttir á forsíðu en meiri á vörur og þjónustu
  • Yfirflokkar eru meira lýsandi en áður. Vinsælar vörur og þjónusta er dregin ofar í leiðarkerfið
  • Markaðir er ný síða í samstarfi við Kelduna (keldan.is). Þar eru öllum helstu markaðsupplýsingum safnað á eina síðu
  • Reiknivélar eru allar komnar í nýjan og aðgengilegri búning
  • Rafrænum umsóknum hefur verið fjölgað

Við vonum að viðskiptavinum líki breytingarnar og að vefurinn sé aðgengilegri og betri í notkun en eldri vefur bankans. Allar ábendingar um virkni vefsins eru vel þegnar og má senda á netfangið vefstjori@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall