600 eldri borgarar sækja fundi VÍB og LEB á einni viku

02.02.2012

VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, og LEB, Landssamtök eldri borgara, hafa um nokkurt skeið staðið fyrir fræðslufundum um fjármál og sparnað eldri borgara. Eftirspurnin eftir fræðslu um þessi mál hefur verið mikil en margar spurningar brenna á ellilífeyrisþegum sem meðal annars snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingastofnunar. Á síðasta ári sóttu hátt á annað þúsund eldri borgarar þessa fundi. Ákveðið var að boða til fundar fyrir þann 26. janúar en sá fundur varð fullbókaður á skömmum tíma Því var boðið upp á tvo aukafundi sem einnig urðu fullbókaðir um leið og opnað var fyrir skráningu. Á einni viku hafa því um 600 eldri borgarar mætt á þessa þrjá fræðslufundi.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

„Fjárfestingakostir eru af skornum skammti í dag og því þarf fólk verulega á því að halda að fá leiðbeiningar um hvernig á að fóta sig í þessu umhverfi. Við finnum fyrir vaxandi áhuga eldri borgara á þessum málefnum en fólk fylgist almennt betur með fjármálum sínum í dag en áður. Þessir fundir hafa verið frábærir og hafa útskýrt umhverfi fjármálanna vel út fyrir okkur."

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB

„Sparnaðarumhverfi eldri borgara krefst þess að hver og einn skoði sín mál vel og vandlega. Vextir hafa lækkað, fjármagnstekjuskattur tvöfaldast og mörgum reynist erfitt að skilja greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir þetta hefur þó verið hægt að ávaxta fé vel frá hruni og hefur mikill fjöldi eldri borgara reglulegt samband við okkur vegna ráðgjafar og upplýsinga."

VÍB stendur fyrir reglulegum fræðslufundum og er markmiðið að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall