Ríflega 200 eldri borgarar mættu á fræðslufund VÍB og LEB

26.01.2012 - Atburðir

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband eldri borgara, LEB, hafa áður leitt hesta sína saman. Á síðasta ári héldu VÍB og LEB fundi um allt land og var eftirspurnin mikil því nánast fullt var út úr dyrum á alla fundina. Alls sóttu hátt á annað þúsund eldri borgarar þessa fundi. Í dag voru svo ríflega 200 eldri borgarar mættir á Hilton Reykjavík Nordica til að hlýða á erindi Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, formanns LEB, og Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB.

Leitast var við að svara algengustu spurningum sem brenna á eftirlaunaþegum, meðal annars sem snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingarstofnunar. Björn Berg fór meðal annars yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar frá hruni á skattlagningu og hafa áhrif á eldri borgara og talaði um áhættu og ávöxtunarmöguleikum á þeim fjárfestingakostum sem eru í boði í dag.

Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að halda annan fund næsta þriðjudag. Sá fundur varð fljótt fullbókaður og því hefur þriðja fundinum verið bætt við næsta fimmtudag. Nánari upplýsingar eru á vef VÍB, www.vib.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall