Íslandsbanki styrkir frumkvöðlastarf í sjávarútvegi og jarðvarmaiðnaði

19.01.2012
Birna Einarsdóttir, bankastjóri, með Sölva Oddssyni frá GÍRÓ og Gunnari Stefánssyni, prófessor við Háskóla Íslands en þeir veittu styrkjunum viðtöku.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri, með Sölva Oddssyni frá GÍRÓ og Gunnari Stefánssyni, prófessor við Háskóla Íslands en þeir veittu styrkjunum viðtöku.

Sérþekking Íslandsbanka á sviði jarðvarma og sjávarútvegs byggir á viðskiptasamböndum sem myndast hafa á löngum ferli en saga Íslandsbanka og forvera hans hefur verið samofin sjávarútveginum frá upphafi. Íslandsbanki gefur árlega út skýrslur og greiningar á sjávarútvegi og jarðvarmaiðnaðinum á Íslandi og í Bandaríkjunum og sinnir ráðgjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum í þessum geirum. Að auki er Íslandsbanki stofnaðili íslenska sjávarklasans og jarðvarmaklasans.

Á undanförnum árum hefur Íslandsbanki styrkt frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum tveimur sviðum.

Íslandsbanki hefur veitt sprotafyrirtækinu GÍRÓ styrk að fjárhæð 3 milljónum króna til að þróa aðferð og smíða mælitæki sem mælt getur allt í senn hita, þrýsting, stefnu og halla borhola við allt að 400°C en slíkt tæki mun ekki vera til á markaðnum.

Þá hefur Íslandsbanki einnig veitt menntastofnunum innan íslenska sjávarklasans styrk sem nemur 5 milljónum króna til að efla samstarf um námsframboð og marka stefnu og framkvæmdaáætlun um hvernig megi laða ungt fólk að menntun á þessu sviði. Nokkuð hefur borið á því að áhugi ungs fólks á menntun sem tengist sjávarklasanum sé takmarkaður en mikil þörf er fyrir vel menntað og þjálfað fólk til að auka verðmætasköpun á næstu árum.

Íslandsbanki vonar að styrkirnir komi að góðum notum og muni styðja við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar orku og verndunar náttúruauðlinda.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall