SF III undirritar samning um kaup á 82% hlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf.

14.01.2012

SF III slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gert samning um kaup á 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Samherji hf. og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Miðengi ehf. mun áfram fara með 18% eignarhlut í félaginu. Kaupsamningurinn sem nú hefur verið undirritaður er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á.m. samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Miðengi ehf. hóf opið söluferli á félaginu í ágúst 2011 sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með. Söluferlið var auglýst í fjölmiðlum og bárust fjölmörg tilboð í félagið frá innlendum jafnt sem erlendum fjárfestum. Í kjölfarið voru teknar upp viðræður við hæstbjóðanda sem lauk með umræddri sölu.

Um Jarðboranir

Jarðboranir sérhæfir sig í öflun jarðhita. Áratuga reynsla af borunum eftir jarðhita á Íslandi hefur skapað félaginu mikilvæga reynslu til að bjóða þjónustu sína erlendis. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.

Um Stefni hf.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 300 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall