Íslandsbanki styður Kára Stein til þátttöku á Ólympíuleikunum

06.01.2012 - Styrkir

Íslandsbanki og Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, hafa gert samstarfssamning og mun bankinn leggja honum lið í vegferð hans á Ólympíuleikana í Lundúnum á þessu ári. Íslandsbanki er stoltur aðili að Ólympíufjölskyldunni og hefur um árabil verið traustur bakhjarl ÍSÍ.

Kári Steinn hefur náð miklum árangri á árinu og bætt hvert metið á fætur öðru. Hann setti Íslandsmet í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og hljóp á 01:05:35. Um mánuði síðar bætti hann Íslandsmetið í maraþoni í Berlínarmaraþoninu þegar hann kom í mark á 2:17:12. Það var í fyrsta sinn sem Kári Steinn keppti í heilu maraþoni. Með tímanum náði Kári Steinn ólympíulágmarki í greininni. Hann mun því keppa í maraþoni á Ólympíuleikunum fyrstu íslenskra karlmanna.

Íslandsbanki hefur um árabil verið helsti stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþonsins. Kári Steinn mun vinna með bankanum að kynningu að næsta maraþoni sem mun fara fram 18. ágúst 2012. Íslandsbanki er stoltur bakhjarl Kára Steins og vonar að stuðningurinn geri það að verkum að hann geti einbeitt sér enn frekar að æfingum fyrir leikana.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall