Frádráttarbært iðgjald í viðbótarlífeyrissparnaði lækkar úr 4% í 2%

21.12.2011

Alþingi samþykkti í desember 2011 að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4%. Lækkunin gildir á árunum 2012 til 2014.

Launagreiðendum ber að lækka iðgjaldið um áramót nema launþeginn óski eftir að greiða áfram hærra iðgjald en 2% og því þurfa launþegar ekki að breyta núgildandi samningum. Mikilvægt er að launagreiðendur fylgi þessu eftir því ef sparnaður launþega fer upp fyrir 2% á tímabilinu janúar 2012 til ársloka 2014 getur fjárhæðin verið skattlögð tvisvar, þ.e.a.s. bæði við innborgun og útborgun. Launagreiðandi skal einnig sjá um að hækka iðgjaldið aftur í 4% af launum þann 1. janúar 2015 nema launþegi láti vita að hann vilji ekki hækka sparnaðinn aftur.

Launþegar eru því hvattir til að fylgjast með launaseðlum sínum og gæta að því að frádrátturinn lækki sem þessu nemur. Ef út af bregður er rétt að hafa beint samband við launagreiðanda.  Athygli er vakin á því að engin breyting verður á mótframlagi launagreiðenda en það er 2% af launum skv. flestum kjarasamningum.

Þrátt fyrir framangreindar breytingar munu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar verða þeir sömu og áður þar sem launagreiðendum ber áfram að greiða mótframlag. Mikilvægt er því að halda áfram að nýta sér kosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Breytingarnar hafa hins vegar í för með sér að sparnaður launþega minnkar. Til að heildarsparnaður verði óbreyttur þarf að leggja fyrir í hefðbundinn sparnað.

Íslandsbanki og VÍB bjóða upp á marga góða kosti í reglubundnum sparnaði.

Einfalt er að skrá sparnað í áskrift í Netbankanum, annarsvegar undir Verðbréf - Viðskipti - Áskrift að sjóðum og hinsvegar undir Greiðslur - Reglulegar greiðslur.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall