Meðferð á viðskiptavild

20.12.2011

Í tengslum við samruna Íslandsbanka hf. við Byr hf. hyggst Íslandsbanki færa niður eignir frá Byr í stofnefnahagsreikningi sameinaðs banka í samræmi við verðmatsaðferðir bankans. Við þessa niðurfærslu verður til viðskiptavild vegna mismunar á eignum og skuldum í stofnefnahag og er sú viðskiptavild byggð á væntum áhrifum samrunans á framtíðar sjóðstreymi bankans. Stefna bankans er að lágmarka óefnislegar eignir í efnahagsreikningi og hefur stjórn bankans ákveðið að afskrifa því stærstan hluta viðskiptavildarinnar strax á árinu 2011. Gera má ráð fyrir að þessi aðgerð hafi í för með sér gjaldfærslu á fjórða ársfjórðungi 2011 og hefur þar með áhrif á afkomu þess tímabils. Þessi einskiptiskostnaður hefur þó ekki áhrif á sjóðsstreymi né lausafjárstöðu bankans. Eiginfjárhlutfall bankans verður eftir sem áður vel yfir 16% lágmarkskröfu Fjármálaeftirlitsins. Þá fellur þessi aðgerð að þeim áætlunum sem bankinn gerði fyrir samrunann við Byr hf., en eins og áður hefur komið fram gerir Íslandsbanki ráð fyrir töluverðum samlegðaráhrifum af sameiningu fyrirtækjanna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall