Íslandssjóðir verða aðilar að SFF

16.12.2011

Stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hefur samþykkt aðild Íslandssjóða hf., dótturfélags Íslandsbanka, að samtökunum.

Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða.

Meginverkefni SFF eru að tryggja samkeppnishæf starfsskilyrði fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi og vera upplýsingaveita um íslenska fjármálageirann. SFF tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu á fjármálamarkaði í gegn um aðild sína að Evrópsku bankasamtökunum og Evrópsku tryggingasamtökunum, auk þess að eiga góða samvinnu við systursamtök sín í Evrópu.

Með aðild Íslandssjóða að SFF verður fyrirtækið einnig beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins (SA).

Íslandssjóðir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 128/2011.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall