Viðskipti með sértryggð skuldabréf hefjast í Kauphöll

07.12.2011

Íslandsbanki er fyrsta fjármálafyrirtækið sem gefur út verðbréf í íslensku kauphöllinni, NASDAQ OMX Iceland hf., eftir hrun en viðskipti með sértryggð skuldabréf útgefin af bankanum hefjast í dag. Þar með er stigið mikilvægt skref í enduruppbyggingu fjármálamarkaðar hér á landi. Innlán hafa verið undirstaða fjármögnunar bankans frá stofnun hans í október 2008 en samkvæmt fjármögnunarstefnu Íslandsbanka er gert ráð fyrir aukinni breidd í fjármögnun hans. Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Eftirspurn var nokkuð umfram framboð en útgáfan er alls 4 milljarðar króna.

Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki skuldabréfinu skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.

„Við erum afar ánægð að þessum áfanga er nú náð enda eru þetta ánægjuleg tímamót á íslenska fjármálamarkaðnum eftir hrun. Við höfum lagt áherslu á að útgáfan verði á Íslandi til að bjóða íslenskum fjárfestum nýjan fjárfestingakost. Er það meðal annars gert til að styrkja íslenska fjármálamarkaðinn en útgáfan er afar mikilvægt skref í uppbyggingu hans."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall