Jón Finnbogason ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs

05.12.2011

Jón Finnbogason, fyrrverandi forstjóri Byrs hf., hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Framkvæmdastjóri er Una Steinsdóttir. Jón er lögmaður að mennt og hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1998. Síðustu þrjú ár hefur hann starfað hjá Byr sparisjóði og síðar Byr hf.  Jón var áður sjóðsstjóri sérhæfðra skuldabréfasjóða á eignastýringasviði Kaupþings. Þá hefur hann verið formaður íþróttafélagsins Gerplu frá árinu 2006.

Jón er giftur Lindu Björk Logadóttur og eiga þau fimm börn.

„Við sameiningu Byrs og Íslandsbanka verður til mjög öflug liðsheild á sviði almennrar viðskiptabankaþjónustu sem hefur alla burði til þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar enn betur en áður.  Ég er því fullur tilhlökkunar til að vinna að samþættingu bankanna tveggja á næstu mánuðum og einnig að starfa með viðskiptavinum félagsins á komandi misserum."

 

„Það er mikill fengur fyrir Íslandsbanka að fá Jón til liðs við sig. Framundan er mikil vinna við að sameina Íslandsbanka og Byr og mun Jón koma af fullum þunga inn í þá vinnu. Ráðning hans mun því styðja vel við sameiningu og samþættingu bankanna tveggja. Við ætlum að byggja upp öflugasta fjármálafyrirtæki landsins með áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini."

 

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall