Hófleg verðlagning í útboði Haga

05.12.2011

VÍB hélt opinn fund á föstudaginn um væntanlega skráningu Haga í Kauphöll Íslands. Fyrsta nýja fyrirtækisins á markað hefur verið beðið með eftirvæntingu en fjárfestum hafa boðist afar fá fjárfestingartækifæri að undanförnu. Eina hlutafjáraukningin frá hruni var á bréfum Icelandair fyrir tæpu ári, en hún vakti mikla lukku og tvöfölduðust bréfin í verði í kjölfarið.

Vignir Þór Sverrisson, sem starfar við stýringu eigna hjá VÍB, nefndi hversu jákvætt skref þetta væri fyrir íslenska fjárfesta, vonandi væri um að ræða þá fyrstu af mörgum skráningum á næstu misserum. Þá væri mikilvægt að upp byggðist kauphöll þar sem góð velta væri á markaðnum, en til þess þyrfti að skrá á markað fleiri fyrirtæki að svipaðri stærðargráðu. Vegna gjaldeyrishafta og laskaðs hlutabréfamarkaðar hafa innlendir fjárfestar að mestu ávaxtað fé sitt í ríkisskuldabréfum, en áhugavert var að sjá í samanburði Vignis að það gæti hafa reynst lán í óláni að sparnaður hafi ekki leitað út eftir hrun. Íslensk ríkisskuldabréf og hlutabréf hafi á þeim tíma hækkað umtalsvert meira en heimsvísitalan, í íslenskum krónum talið.

Þeir Jóhann Viðar Ívarsson og Ari Freyr Hermannsson hjá IFS Greiningu greindu loks frá mati sínu á Högum, með tilliti til skráningarinnar. Eins og fram kom í máli Jóhanns er ekki óalgengt að góð kaup sé hægt að gera í kjölfar hruns. Hlutabréf séu hóflega verðlögð í útboðum og svo virðist jafnvel vera í tilliti Haga. Félagið sé vel rekið en vaxtatækifæri takmörkuð, enda Samkeppniseftirlitið þegar búið að gera athugasemdir við stærð Haga á markaði með matvöru. Athygli var vakin á arðgreiðslustefnu Haga, sem segjast ætla að greiða hluthöfum 45 aura á hlut , með það að markmiði að sú tala hækki á næstu árum. Tiltölulega lítið hefur verið um það á Íslandi að fyrirtæki hafi greitt stöðugan og góðan arð, en þessi arðgreiðslustefna gæti heillað fjárfesta.

Útboðsgengi Haga verður á verðbilinu 11 - 13,5 krónur á hlut og gefst fjárfestum færi á að skrá sig fyrir hlutum frá og með mánudeginum 5. desember til kl. 16:00, fimmtudaginn 8. desember. Samkvæmt verðmati IFS er verðmatsgengi Haga 13 krónur á hlut auk þess sem áætlað markgengi er 15,5 krónur á næstu 9-12 mánuðum.

Eigna- og lífeyrisþjónusta VÍB veitir nánari upplýsingar og ráðleggingar varðandi skráninguna í síma 440-4900 og með tölvupósti í vib@vib.is.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall