Íslandsbanki kemur að fjármögnun Eimskipafélags Íslands á tveimur nýjum gámaskipum

18.11.2011

Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum og hefur gert samning um smíði þeirra í Kína. Íslandsbanki mun fjármagna allt að 30% af smíði skipanna á smíðatímanum en áætlaður kostnaður við smíðina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna.

Skipin, sem eru þýsk hönnun, eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðageta skipanna er um 12.000 tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar. Eimskipafélagið gerir ráð fyrir að með tilkomu skipanna muni skapast fleiri störf fyrir sjómenn en félagið hefur haft það að leiðarljósi að manna eigin gámaskip með íslenskum áhöfnum. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta ársins 2013.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall