Engar greiðslur hafa farið frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis

16.11.2011

Vegna umfjöllunar um  málefni Íslandsbanka og kröfuhafa Glitnis vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á framfæri:

Frá stofnun Íslandsbanka hafa engar greiðslur farið frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis.  Engar arðgreiðslur hafa verið greiddar til eigenda bankans, þ.e. Glitnis og íslenska ríkisins, og stjórnendur bankans kannast ekki við að hafi þrýst hafi verið á um slíkt.

Í úrskurði Fjármálaeftirlitsins frá 7. janúar 2010 var kveðið á um að eignarhald Íslandsbanka skyldi vera í höndum sérstaks dótturfélags Glitnis, ISB Holding, og skyldi stjórn þess vera að meirihluta skipuð stjórnarmönnum sem eru óháðir Glitni, kröfuhöfum og Íslandsbanka sjálfum. Félagið á 95% hlutafjár í Íslandsbanka og útnefnir 6 af 7 stjórnarmönnum bankans. Ríkið á 5% af hlutafé bankans og hefur einn fulltrúa í stjórn.

Í sjö manna stjórn Íslandsbanka sitja m.a. fjórir erlendir stjórnarmenn sem eru sérfræðingar í fjármálastarfsemi, endurskoðun og stjórnarháttum fyrirtækja. Þessir stjórnarmenn voru valdir inn í stjórn á faglegum forsendum og eru óháðir eigendum bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall