Félög í eigu Íslandsbanka

10.11.2011

Vegna frétta um að bankarnir hafi í sinni eigu 137 félög sem eru í óskyldri starfsemi vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á framfæri.

Í heild eiga Íslandsbanki og Miðengi hlut í 27 félögum, Íslandsbanki í 5 félögum en Miðengi í 22.

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag í eigu Íslandsbanka, fer með eignarhald og umsýslu fyrirtækja í eigu bankans. Miðengi hefur lagt ríka áherslu á að vinnubrögð félagsins séu gagnsæ og starfsreglur skýrar auk þess sem lögð hefur verið áhersla á opið söluferli eigna. Stefna bankans er að selja félög sem hann hefur eignast, að hluta til eða að fullu, og eru í óskyldum rekstri.

Hafa ber í huga að í sumum tilvikum eru fleiri en ein kennitala tengd félagi og því getur verið villandi að telja kennitölur frekar en hvert félag fyrir sig. Að auki er nokkuð um að lítil starfsemi sé í félögum í eigu bankans, t.a.m. í félögum sem stofnuð hafa verið um stakar fasteignir.

11 félög eru utan um fasteignir, þar af eru 9 í Miðengi.  Þá eiga Íslandsbanki og Miðengi 10% hlut eða undir í 8 félögum en 100% hlut í 8 félögum, þar af eru 6 fasteignafélög sem sum hver hafa verið stofnuð um eina fasteign með litla sem enga starfsemi.

Stærsta einstaka rekstrarfélagið sem er í fullri eigu bankans er Jarðboranir en félagið er í söluferli hjá Miðengi.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall