Úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

03.11.2011 - Styrkir

Fjórar afrekskonur í íþróttum og tvö landsliðsverkefni hafa hlotið styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Styrkirnir voru afhentir í útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut í dag. Markmið og tilgangur Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Tvær úthlutanir eru á ári og hlutu 6 ungar afrekskonur styrki í maí síðastliðnum. Stjórn sjóðsins skipa Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Alls bárust 50 umsóknir og valdi stjórn sjóðsins að styrkja eftirtaldar íþróttakonur og landsliðsverkefni:

Hanna Rún Óladóttir, danskona DÍK. Hanna Rún hefur unnið Íslandsmeistaratitil 15 ár í röð. Á árinu unnu Hanna Rún og dansherra hennar sér keppnisrétt á Heimsbikar-, Evrópu- og Heimsmeistaramótum í latin dönsum. Þau náðu 16. sæti á EM í Frakklandi sem er besti árangur sem íslenskt danspar hefur náð á þessu móti. Hanna Rún hlýtur 250.000 króna styrk.

Sara Rós Jakobsdóttir, danskona DÍH, vegna undirbúnings og þátttöku á Heimsbikar-, Evrópu- og Heimsmeistaramótinu á árinu. Sara Rós og dansherra hennar hafa keppt á 40 mótum erlendis og hafa síðastliðin þrjú ár hlotið útnefningu sem danspar ársins hjá Dansíþróttasambandi Íslands. Sara Rós hlýtur 250.000 króna styrk.

Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, vegna undirbúnings þátttöku á Ólympíuleikunum í Lundúnum á komandi ári. Ásdís hefur tryggt sér þátttökurétt á leikunum í spjótkasti. Á árinu komst Ásdís í úrslit á Evrópumótinu þar sem hún endaði í 10 sæti. Ásdís hlýtur 500.000 króna styrk.

Ragna Björg Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, vegna keppni á mótum á komandi mánuðum með það að markmiði að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á komandi ári. Ragna Björg keppir á 14 alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Ragna Björg hlýtur 500.000 króna styrk.

Sundsamband Íslands vegna verkefna afrekskvennahóps SSÍ. Sundkonur úr hópnum kepptu á HM í Shanghai í Kína í ágúst sl. Framundan er barátta kvennanna við að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Í hópnum eru þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Sundssambandið hlýtur 1.000.000 króna styrk.

Handknattleikssamband Íslands vegna lokakeppni HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í úrslitakeppni EM 2010 í fyrsta sinn þar sem liðið hafnaði í 15. sæti. Liðið hefur tryggt sér þátttökurétt á lokamót HM. Handknattleikssambandið hlýtur 1.000.000 króna styrk.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall