Martin Wolf á fundi VÍB

25.10.2011

Martin Wolf, yfirhagfræðingur hjá Financial Times, mun fjalla um efnahagslega stöðu Íslands á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, á morgun. Yfirskrift fundarins er Ísland - í endurreisn eða stefnukreppu? Tekist verður á um hvort að Ísland sé á góðri leið upp úr efnahagsþrengingunum eða hvort það þurfi stefnubreytingu í efnahagsmálum til að hraða endurreisninni. Þá verður sérstaða Íslands rædd og tækifæri landsins á heimsvísu.

Á fundinum mun Martin Wolf ásamt þremur Íslendingum ræða um stöðu Íslands og framtíðarstefnu þar sem nokkur af umdeildustu málefnum þjóðarinnar verða í brennidepli; eins og: aðild að Evrópusambandi, gjaldeyrishöft, erlend fjárfesting, skattkerfi og framtíðartækifæri svo nokkur dæmi séu nefnd.

Auk Martin Wolf munu Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Katrín Ólafsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík og Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, vera með framsögu.

Martin Wolf er talinn einn áhrifamesti blaðamaður og rithöfundur heims um efnahagstengd málefni og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Hann er einn af ritstjórum Financial Times. Hann situr í óháðri nefnd bresku ríkisstjórnarinnar sem móta á stefnu til að draga úr áhættu bankakerfisins og er heiðursfélagi í Oxonia, sem er stofnun Oxford háskóla um hagstefnu.

Fundurinn hefst klukkan 20 annað kvöld og er fyrir boðsgesti VÍB. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef VÍB, vib.is

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall