Lægri vextir og breytt fyrirkomulag á óverðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka

21.10.2011

Íslandsbanki kynnir nýtt fyrirkomulag á húsnæðislánum bankans.  Bankinn mun hækka lánshlutfall úr 70% í 80% af markaðsvirði eigna og um leið lækka vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum.  Unnið hefur verið að breytingunni í nokkurn tíma og er hún meðal annars gerð í kjölfarið á því að bankinn fékk nýverið leyfi frá FME til að gefa út sérvarið skuldabréf til fjárfesta.

Viðskiptavinir geta nú fengið að allt að 70% af fasteignamati íbúðar á mun hagstæðari kjörum en áður hafa boðist. Í boði verða óverðtryggð lán á föstum 6,2% vöxtum fyrstu þrjú ár lánstímans. Einnig býðst viðskiptavinum nú hagstæðari kjör á breytilegum óverðtryggðum vöxtum en vextir þeirra lána verða lækkaðir í 5,25% en þeir voru áður  5,40%.

Ef viðskiptavinur þarf hærra lán getur hann fengið viðbótarlán upp að allt að 80% af kaupverði (verðmati)  húsnæðis.  Kjörin á þessum viðbótarlánum eru 7,1%, óverðtryggðir fastir vextir til þriggja ára og 5,75% óverðtryggðir breytilegir vextir. Lánin eru veitt til húsnæðiskaupa en einnig vegna endurfjármögnunar á eldri lánum.

Frekari upplýsingar eru á vef Íslandsbanka og þar er einnig að finna reiknivélar sem sýna greiðsluáætlun miðað við þær forsendur sem valdar eru.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall