Yfirlýsing frá Íslandsbanka

20.10.2011 - Fréttir Ergo

Vegna dóms Hæstaréttar um fjármögnunarleigusamninga Ergo.

Dómur Hæstaréttar nr.282/2011 sem var kveðinn upp í dag 20. október kveður á um að endurreikna beri gengistryggða fjármögnunarleigusamninga vegna ólögmætrar gengistryggingar. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar og í kjölfarið tilkynna hvernig málum verður háttað við framkvæmd endurútreikninga.

Íslandsbanki hefur áður lýst því yfir að þeir viðskiptavinir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bankans vegna gengistryggðra fjármögnunarleigusamninga hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum leiði niðurstaða Hæstaréttar til hagfelldari niðurstöðu.

Nánari upplýsingar verða sendar til viðskiptavina á næstu dögum en einnig er hægt að fylgjast með framgangi mála á vef Ergo, ergo.is.

Íslandsbanki telur að varúðarreikningur bankans standi undir þeirri niðurstöðu sem í dag var staðfest í Hæstarétti. Enn á þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans er 28%, sem er vel fyrir ofan það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið setur. Íslandsbanki er því vel í stakk búinn til að takast á við hugsanleg áhrif dómsins.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall