Samruni Byrs hf. við Íslandsbanka hf. samþykktur

17.10.2011

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en Fjármálaeftirlitið hefur haft beiðni þessa efnis til skoðunar ásamt tilheyrandi gögnum frá því í júlí á þessu ári. Þar sem samrunaferli Byrs hf. og Íslandsbanka hf. er ólokið er samþykki Fjármálaeftirlitsins háð þeim fyrirvara að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög.

Athugun Fjármálaeftirlitsins þegar um samruna fjármálafyrirtækja er að ræða beinist að því að kanna hvort ákvörðun um fyrirhugaðan samruna sé í samræmi við lög. Kannað er hvort starfsemin eftir fyrirhugaðan samruna uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir starfsleyfi ásamt því að uppfylla önnur skilyrði laga og reglna um fjármálafyrirtæki. Að auki er gengið úr skugga um að starfsemin sé heilbrigð og traust að öðru leyti.

Það er mat Fjármálaeftirlitsins með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum að Íslandsbanki hf. muni að samruna loknum uppfylla skilyrði starfsleyfis samkvæmt II. kafla laga nr. 161/2002, ásamt öðrum skilyrðum laga og reglna um fjármálafyrirtæki, að teknu tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall