Mikilvægum áfanga náð í samruna Byrs og Íslandsbanka

17.10.2011

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna fyrirhugaðs samruna Íslandsbanka og Byrs hf. Áður hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki er hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR hf. verði talið dótturfyrirtæki bankans.

Hin fyrirhugaða sameining er enn til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu og ESA, Eftirlitsstofnun EFTA.  Þá þarf fjármálaráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, heimild Alþingis fyrir sölu á eignarhlut sínum í Byr.

Starfsemi fyrirtækjanna verður óbreytt á meðan beðið er samþykkis ofangreindra aðila.

Íslandsbanki fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Samruni Íslandsbanka og Byrs hf. er mikilvægur áfangi í að ná fram nauðsynlegri hagræðingu á íslenskum fjármálamarkaði og er liður í uppbyggingu hans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall