Vel heppnað fjármálaþing Íslandsbanka

12.10.2011

Fjármálaþing Íslandsbanka var haldið í dag á Reykjavík Hilton Nordica. Salurinn var þéttsetinn af forsvarsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka sem voru mættir til að hlýða á erindi um fjármál og rekstur fyrirtækja og framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka ávarpaði fundinn og bauð gesti velkomna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hélt erindi þar á eftir um fjármögnun atvinnulífsins.

Í máli Birnu kom fram að nú þegar hafi um 1500 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka. Birna segir að eftirspurn eftir útlánum til fyrirtækja hafi aukist síðastliðna mánuði. Það sjáist í útlánum Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, að fyrirtæki eru farin að fjárfesta í endurnýjun tækja og bifreiða. Aukningin í útlánum Ergo og forverum hafi tæplega þrefaldast á síðustu tveimur árum.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, kynnti fyrirtækið og starfsemi þess fyrir og eftir hrun. Hann sagði frá leiðum sem fyrirtækið fór til að breyta neikvæðu eigin fé í jákvætt. Meðal þeirra leiða sem Höldur fór var að lengja í fjármögnunarlánum og nýtingartíma bílaflotans. Þá hafi mikilvægasti þátturinn í viðsnúningi verið starfsfólkið sem hafi verið vel upplýst allan tímann.

Þá kynnti Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, nýja Þjóðhagsspá. Gert er ráð fyrir að hagkerfið haldi áfram að vaxa þrátt fyrir kerfislæg vandamál og alþjóðlega erfiðleika. Innlend eftirspurn og kaupmáttur launa verði vaxandi og fjárfesting aukist að nýju. Verðbólgan sé hjaðnandi, krónan verði stöðug og vextir lágir.

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, talaði um að gera þyrfti verslun og þjónustu jafn hátt undir höfði og öðrum atvinnugreinum. Við ættum að vera opin fyrir erlendri fjárfestingu  og leggja meiri áherslu á rannsóknir, tækni, umhverfismál og huga vel að viðskiptasiðferði.  Hún kallaði eftir jákvæðni, uppbyggilegu samstarfi og samstilltu átaki til að komast upp úr hjólförunum.

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, hélt erindi um skuldabréfamarkaðinn. Hann sagði að fjármögnun fyrirtækja á erlendum mörkuðum væri í auknum mæli að færast frá bönkunum. Efnahagsreikningar banka væru því að minnka. Spáð væri áframhaldandi vexti í útgáfu skuldabréfa í Evrópu á kostnað bankalána.

Að lokum hélt Ingvar Ragnarsson, sérfræðingur í fjármögnun og skuldastýringu hjá Fjármálaráðuneytinu erindi um skuldabréfaútgáfu ríkisins. Hann lýsti undirbúningi útgáfunnar sem spannaði 12 mánuði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall