Um 1500 fyrirtæki hafa fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka

12.10.2011

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hélt erindi á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir þar sem hún fór yfir rekstur bankans, lykilverkefni hans, fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun atvinnulífsins.

Í máli Birnu kom fram að fjárhagsleg endurskipulagning sé langt komin og gert sé ráð fyrir að flestum málum verði lokið fyrir árslok. Nú þegar hafi um 1500 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka. Mikilvægt sé að fyrirtæki verði góður framtíðarviðskiptavinur að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu.

Birna segir að eftirspurn eftir útlánum til fyrirtækja hafi aukist síðastliðna mánuði. Það sjáist í útlánum Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, að fyrirtæki eru farin að fjárfesta í endurnýjun tækja og bifreiða. Aukningin í útlánum Ergo, og forverum, hafi tæplega þrefaldast á síðustu tveimur árum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall