Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

12.10.2011

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir.  Í greiningunni kemur fram að líklegt sé að hagvöxtur hér á landi verði hægur á næstunni og er því spáð að á honum muni hægja á milli áranna 2011 og 2012. Engu að síður er reiknað með vexti og að hagvöxtur verði 2,2% á næsta ári og 2,5% í ár.

Þá er einnig gert ráð fyrir að einkaneyslan muni halda áfram að aukast á næsta ári en ögn hægar en á þessu ári. Greiningin telur að aðgengi að séreignarsparnaði auk eftirgjafar á skuldum heimilanna leggi ekki eins mikið til vaxtarins þá og verið hefur. Einnig er gert ráð fyrir að kaupmáttur launa verði enn vaxandi og að störfum fjölgi sem að hvoru tveggja auka ráðstöfunartekjur heimilanna.

Greining Íslandsbanka reiknar með að fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu í ár verði um 13% samanborið við 20% að meðaltali í þróuðum ríkjum. Mikil skuldsetning, gjaldeyrishöft, óvissa og tortryggni í garð erlendra fjárfesta ásamt óvissu um framtíð kvótakerfisins sé meðal þess sem haldi fjárfestingarstiginu niðri. Þó megi greina vöxt fjárfestingar og mældist hann 2,3% á fyrri helmingi þessa árs.

Þá er gert ráð fyrir að verðbólgukúfurinn hafi náð hámarki og muni verðbólgan hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Greiningin telur að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum um sinn og að gjaldeyrishöft muni áfram tryggja stöðugleika krónunnar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall