Fjármálaþing Íslandsbanka í dag

12.10.2011

Íslandsbanki stendur fyrir Fjármálaþingi í dag á Hilton Reykjavík Nordica þar sem forsvarsmönnum fyrirtækja er boðið að hlýða á erindi um fjármál og rekstur fyrirtækja og framtíðarhorfur í efnahagsmálum.

Sex erindi verða á þinginu í dag. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun halda erindi um fjármögnun atvinnulífsins. Þá mun Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynna nýja þjóðhagsspá. Ingvar Ragnarsson, sérfræðingur í fjármögnun og skuldastýringu hjá Fjármálaráðuneytinu mun fjalla um alþjóðlega útgáfu á óvissutímum og Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka, mun einnig halda erindi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds og Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma munu einnig koma fram á fundinum. Fundarstjóri er Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall