Jón Guðni ráðinn fjármálastjóri Íslandsbanka

10.10.2011

Jón Guðni Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Íslandsbanka og mun hann bera ábyrgð á fjármálastjórnun, samstæðuuppgjöri, fjárstýringu, stefnumótandi verkefnum og samskiptum við erlendar og innlendar lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta.

Jón Guðni tekur við af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur sem hætti störfum 1. september sl. þegar hún hóf störf sem forstjóri VÍS og Lífís.

Jón Guðni er verkfræðingur að mennt með meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum. Þá er hann einnig með CFA próf, sem er alþjóðleg prófgráða í fjármálum. Að auki lærði Jón Guðni kínversku í eitt ár við háskóla í Peking í Kína.

Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og fyrirrennurum í 9 ár. Síðastliðin 3 ár hefur hann verið forstöðumaður fjárstýringar þar sem hann hefur leitt mörg af mikilvægustu verkefnum bankans, svo sem útgáfu á sértryggðum skuldabréfum. Áður starfaði hann innan markaðsviðskipta og fyrirtækjasviðs og hefur því víðtæka reynslu og þekkingu á starfsemi bankans. Jón Guðni starfaði einnig sem ráðgjafi í áhættustýringu banka hjá SunGard í Boston sem er eitt fremsta fyrirtæki í hugbúnaðar- og tækniþjónustu í heiminum í dag.

Jón Guðni er 35 ára og giftur Brynju Baldursdóttur, forstöðumanni hjá Símanum. Þau eiga tvö börn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall