Ergo fjármagnar bíla með reynslu

07.10.2011

Frá árinu 2008 hefur innflutningur bíla dregist mikið saman. Við þetta hefur aldur bílaflotans hækkað þrátt fyrir aukningu í innflutningi á þessu ári. Um 30% af bílaflota landsins er 6 til 10 ára gamall.  Hingað til hafa lánamöguleikar á eldri bílum verið takmarkaðir og því oft erfitt fyrir viðskiptavini að festa kaup á eldri bíl. Til að koma til móts við viðskiptavini Ergo sem hyggja á bílakaup kemur félagið fram með fjármögnun til kaupa á bílum með reynslu.

Ergo býður upp á allt að 60% fjármögnun á allt að 10 ára gömlum bílum. Hámarksfjármögnun er 2,5 milljónir króna og lágmarksverðmæti bifreiðar er 800 þúsund krónur. Ergo býður upp á óverðtryggða vexti frá 8,65% fyrir Platinum viðskiptavini Íslandsbanka.

„Það hefur gengið vel hjá Ergo á árinu og grænu lánin fengið mjög góð viðbrögð. Við höfum hinsvegar fengið margar beiðnir frá viðskiptavinum um að endurskoða lánareglur um samningstíma á eldri bílum.  Lítið er til af nýlegum bílum og hefur það ýtt fólki út í kaup á eldri bílum sem hingað til hefur reynst erfitt að fjármagna. Við erum því afar ánægð að  geta komið til móts við viðskiptavini okkar með þessum hætti."

Fjármögnun á bílum með reynslu á ergo.is

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall