Vel sóttur sjávarútvegsfundur Íslandsbanka

23.09.2011

Íslandsbanki, í samvinnu við Íslenska sjávarklasann, stóð í morgun fyrir fundi í tengslum við Sjávarútvegssýninguna sem haldin er í Kópavogi.  Aðal efni fundarins var skýrsla Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar um sjávarútveg á Norðurlöndunum en aðal höfundur hennar er Audun Iversen, sérfræðingur hjá Nofima (norsku matar-, sjávarútvegs- og fiskeldisstofnuninni), sem kynnti niðurstöður hennar á fundinum.

Fundurinn var vel sóttur af hagsmunaaðilum og áhugamönnum um sjávarútveg og sköpuðust góðar umræður um hagkvæmni sjávarútvegsins. Auk Auduns fjallaði Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka um sérhæfingu bankans á sviði sjávarvegs, og Rúnar Jónsson viðskiptastjóri sjávarútvegs hjá Íslandsbanka kynnti ný útkomna sjávarútvegsskýrslu bankans.

Helstu niðurstöður í skýrslu Auduns eru:

"Verðmætasköpun fiskveiða á Íslandi er álíka mikil og í Noregi þó svo að magn og verðmæti sé tvöfalt meira í Noregi en hér á landi. Það er okkar niðurstaða að fyrirkomulag fiskveiða hér hafi stuðlað að þessari betri verðmætasköpun, til dæmis  þar sem  á Íslandi mega sjávarútvegsfyrirtækin stunda bæði veiðar og vinnslu, en í Noregi eru skil á milli þessara hluta starfseminnar. Þetta hjálpar Íslendingum á þann hátt að útgerðir geta haft meiri áhrif á gæði þess hráefnis sem þær svo vinna og selja heldur en t.d. í Noregi."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall