Afkoma Íslandsbanka á fyrri helming ársins 2011

13.09.2011 - Uppgjör

Grunnrekstur Íslandsbanka styrkist

 • Arðsemi eiginfjár 12,9%,reiknað á ársgrundvelli, sem er í takti við arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins og annarra eigenda
 • Eiginfjárhlutfallið í lok tímabilsins var 28% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME setur bankanum
 • Lausafjárstaða bankans er sterk og vel yfir kröfum FME
 • Skattar og opinber gjöld tímabilsins áætluð um 2.782 m. kr.

Afkoma Íslandsbanka  á fyrri helmingi ársins 2011var samkvæmt könnuðum árshlutareikningi jákvæð um 8.062 milljónir króna.  Eiginfjárhlutfall bankans var í lok tímabilsins 28% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 12,9% sem er í takti við þá arðsemiskröfu sem Bankasýsla ríkisins gerir til  þeirra fjármálafyrirtækja sem stofnunin á eignarhluti í1.  Áætluð opinber gjöld  tímabilsins nema um 2.782 milljón króna. Þar af nam áætlaður tekjuskattur um 2.067 m.kr., atvinnutryggingagjald 371 m.kr., bankaskattur um 110 m.kr. og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 234 m.kr.

Helstu niðurstöður:

Rekstrarreikningur

 • Hagnaður bankans nam 8.062m. kr. eftir skatta sem er sambærilegt við sama tímabil í fyrra.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 16.303 m. kr. samanborið við 17.438 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxtatekna skýrist m.a. af lækkuðu vaxtastigi milli ára.
 • Hreinar þóknanatekjur námu 3.013 m. kr. samanborið við 3.332 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun þóknanatekna á milli ára skýrist að mestu leyti af brotthvarfi dótturfélagsins Borgunar úr samstæðu.
 • Áætlaðir skattar og opinber gjöld tímabilsins námu 2.782m. kr.  Þar af nam  áætlaður tekjuskattur 2.067 m.kr., atvinnutryggingagjald 371 m.kr., bankaskattur 110 m.kr. og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 234 m.kr.
 • Nettó gjaldfærsla vegna  endurmats lánasafnsins  nam  255m. kr. samanborið við 474m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Gengishagnaður tímabilsins nam 336m. kr. samanborið við 53m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Gjaldfært iðgjald á tímabilinu í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta var 432m. kr. Ekki er gjaldfært vegna framtíðarskuldbindinga við sjóðinn.
 • Kostnaðarhlutfall tímabilsins fyrir samstæðuna var 50,8%  samanborið við 44,8% á sama tímabili árið áður. Kostnaðarhlutfall móðurfélags var 46,7% á tímabilinu.
 • Heildarlaunakostnaður samstæðunnar nam 4.969 m. kr. samanborið við 4.597 m. kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Hækkunin er að stórum hluta tilkomin vegna almennra launahækkana í tengslum við kjarasamninga og fjölgun starfsmanna í tengslum við verkefni er  varða fjárhagslega endurskipulagningu útlána.
 • Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.258 samanborið við  1.080 á sama tímabili árið áður.  Aukninguna má að mestu leyti rekja til dótturfélaga sem eru í söluferli, má þar m.a. nefna Jarðboranir hf. og BLIH ehf. sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og Bifreiðum og landbúnaðarvélum ehf.

Efnahagsreikningur

 • Heildarstærð efnahagsreiknings í lok júní var 683ma. kr. og hefur lítið breyst frá árslokum 2010.
 • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið  var 12,9% samanborið við 17,3% á sama tímabili árið áður.  Lækkunin skýrist m.a. af hærri eiginfjárstöðu og lækkuðu vaxtastigi. Arðsemishlutfallið er í takti við arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins og annarra eigenda.
 • Eiginfjárhlutfall (total capital ratio) í lok júní nam 28% en það lágmark sem FME hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk. Í lok annars ársfjórðungs voru lausafjárhlutföll bankans samkvæmt skilgreiningu FME 38% og 21% en  FME gerir kröfu um að þessi hlutföll séu yfir 20% og 5%.
 • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 551ma. kr., en innlán námu um 415 ma. kr. Heildarútlán í lok árs 2010 námu 546 ma. kr og innlán 423 ma. kr.
 • Hlutfall innlána af útlánum var 75,2% í lok tímabils samanborið við 77,5% í árslok 2010.
 • Eigið fé í lok júní  var 129 ma. kr. samanborið við 121 ma. kr. í árslok 2010.
 • Enginn arður hefur verið greiddur til eigenda bankans frá stofnun hans árið 2008.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þetta uppgjör endurspeglar að grunnrekstur Íslandsbanka hefur styrkst og jafnvægi hefur aukist í rekstri hans. Á fyrri hluta ársins héldum við áfram að leggja mesta áherslu á endurskipulagningu fjárhags fyrirtækja og heimila og að styrkja innviði bankans.  Jafnhliða því höfum við verið að endurskipuleggja viðskiptaeiningar bankans til þess að gera þær betur í stakk búnar til þess að þjónusta viðskiptavini með enn betri hætti. Þetta höfum gert með því að auka sjálfstæði eignarstýringareiningar bankans undir merkjum VÍB og fjármögnunarþjónustu hans undir merkjum Ergo.  Við höfum einnig aukið hagræðingu í útibúaneti bankans með sameiningu tveggja útibúa í Reykjavík á fyrri hluta ársins."

1 Skýrsla um starfsemi Bankasýslu ríkisins, 2011

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall