Samstarfssamningur um vottun fjármálaráðgjafa

08.09.2011

Samningur um vottun fjármálaráðgjafa var undirritaður í dag. Verkefnið er samstarfssamningur efnahags- og viðskiptaráðuneytis, Háskólans á Bifröst, viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), sem jafnframt hafa leitt verkefnið.

Markmiðið með vottun fjármálaráðgjafa er að samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þjónustufulltrúa viðskiptabanka og sparisjóða sem eiga aðild að SFF og sinna fjármálaráðgjöf til einstaklinga. Vottun fjármálaráðgjafa á Íslandi á rætur að rekja til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á þessu sviði á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar.

Þann 27. september hefst  nám til undirbúnings vottunar fjármálaráðgjafa. Fyrsti hópurinn mun samanstanda af 40 starfsmönnum þeirra viðskiptabanka og sparisjóða sem eiga aðild að SFF. Námið fer fram í Opna háskólanum í Reykjavík en áætlað umfang námsins er um 160 - 180 kennslustundir. Að námi loknu fær starfsmaður afhent vottunarskírteini sem mun fylgja honum, færi hann sig á milli fjármálafyrirtækja.

Samstarfs­samningurinn sem undirritaður er í dag hefur það markmið að auka áreiðanleika og trúverðugleika vottunar.

„Þetta er mikilvægur áfangi í því að auka enn frekar gæði bankaþjónustu á Íslandi með aukinni þekkingu þess starfsfólks sem sinnir ráðgjöf til viðskiptavina. Við leggjum upp með metnaðarfullt samstarfsverkefni og tel ég að aðkoma háskólasamfélagins og ráðuneytisins sýni víðtækan skilning á því að nauðsynlegt er að auka fræðslu og efla þessa þjónustu. Við höfum  átt gott samstarf við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og með þessu skrefi er lagður grunnur að stóraukinni fræðslu fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem skilar sér í traustara og betra bankakerfi fyrir viðskiptavini."

Á grunni samstarfssamnings mun starfa sérstök vottunarnefnd sem fer með æðsta vald í faglega hluta vottunarinnar.  Í henni eiga sæti:

Samstarfssamningurinn gerir ráð fyrir samvinnu milli háskólanna við gerð prófefnislýsingar og við þróun hæfniviðmiða.  Til að stýra þeirri vinnu er í samstarfssamningnum sett upp sérstakt fagráð en í því sitja:

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall