Nýr framkvæmdastjóri Markaða

01.09.2011

Tryggvi Björn Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaða og hefur hann störf í dag. Það er mikill fengur að fá Tryggva til liðs við Íslandsbanka þar sem hann hefur mikla starfsreynslu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.  Undanfarin sjö ár hefur Tryggvi unnið hjá Barclays Capital í Lundúnum og meðal annars unnið að frumgreiningu fjárfestingatækifæra.   Þá hefur hann síðastliðin 2 ár byggt upp deild innan bankans sem annast skuldabréfafjárfestingar í Evrópu og verið yfirmaður innan hennar.  

Áður en Tryggvi flutti erlendis starfaði hann hjá Íslandsbanka-FBA sem greinandi í erlendum skuldabréfafjárfestingum og sambankalánum.  Tryggvi var einnig um tíma viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París þar sem hann vann m.a. að greiningu á viðskiptatækifærum fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki á frönskum markaði.

 Tryggvi er með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og meistaragráðu í fjármálum frá Université Toulouse. Hann er kvæntur Fabienne Soule Davidsson og eiga þau þrjú börn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall