Mjög vel heppnað Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

24.08.2011

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram síðastliðinn laugardag í bíðskaparveðri. Met þáttaka var í hlaupinu, en 12.481 hlauparar voru skráðir í hlaupið í ár miðað við tæplega 11 þúsund í fyrra.  Einnig var slegið þátttökumet í öllum keppnisvegalengdum hlaupsins.  Í maraþon voru skráðir 684, í hálfmaraþon 1.852, í 10 km. hlaupið 4.431, 1.970 í skemmtiskokk og 3.428 í Latabæharhlaupið. Þá voru 33 lið skráð í boðhlaup.

Veronika Sigríður Bjarnadóttir og Arnar Pétursson sigruðu í maraþoni, Arnar á tímanum 2:44:18 og Veronika á 3:02:42. Í hálfmaraþoni sigraði Kári Steinn Karlsson með því að slá 25 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar. Tími Kára Steins var 1:05:35. Í kvennaflokki sigraði Rannveig Oddsdóttir á tímanum 1:24:05.  Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson.  Í boðhlaupinu sigraði liðið Sigurvon en það skipa þeir Benedikt Sigurðsson, Óskar Ragnar Jakobsson, Daníel Jakobsson og Bergþór Ólafsson.

Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gekk framar vonum og alls söfnðuðust 43,6 milljónir króna til góðra málefna, sem er þriðjungi meira en í fyrra.   Diljá Mist Einarsdóttir safnaði mest einstaklinga, eða 878.500 kr. fyrir Styrktarsjóð Susie Rutar og meðal boðhlaupsliða var það liðið "Í minningu Katrínar Ingimarsdóttur" sem safnaði mest fyrir Minningarsjóð líknardeildarinnar Landspítalans í Kópavogi, eða 677.000 kr.

Að venju var afar góð stemning í Lækjargötunni fyrir og eftir hlaup auk þess sem hlauparar voru vel studdir af áhorfendum og forsvarsmönnum líknarfélaga á hlaupaleiðinni sjálfri. Íslandsbanki þakkar öllum þeim sem hlupu og þeim sem störfuðu í kringum hlaupið fyrir frábæran dag.

Sjáumst í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka að ári!

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall