Góð þátttaka í Latabæjarhlaupinu

20.08.2011

Í gær höfðu rúmlega 3.200 börn skráð sig til þátttöku í Latabæjarhlaupinu. Mikið var um skráningar í Hljómskálagarðinum í dag þannig að heildarfjöldi þátttakenda er nokkuð meiri en forskráningin gefur til kynna. Á síðasta ári hlupu rúmlega 3.000 börn.

Eftir hlaupið tekur við skemmtidagskrá á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem Gunni og Felix stíga á svið að ógleymdum sjálfum Íþróttaálfinum, Glanna glæp og Sollu stirðu.

Lokahnykkurinn á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka verða tónleikar í Hljómskálagarðinum sem hefjast kl. 20 í kvöld. Dúó Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar stígur á svið ásamt hljómsveitinni Nýdönsk sem leikur sín þekktustu lög.  Magnús og Jóhann hefja tónleikanna klukkan 20 og Nýdönsk klukkan 21.25. Tónleikunum lýkur klukkan hálf ellefu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall