Met slegin í forskráningu og áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

19.08.2011

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer nú fram í Laugardalshöllinni. Þeir sem ekki skráðu sig á netinu geta gert það í höllinni í dag til klukkan 19:00 í kvöld. Allir skráðir hlauparar verða að sækja skráningargögn sín á hátíðina og eru þeir beðnir um að framvísa kvittun eða hlaupanúmerinu sínu. Fólk er þegar farið að streyma í Laugardalshöllina þar sem er mikil dagskrá í dag. Öllum hlaupurum er boðið í pastaveislu auk þess sem ýmsir fyrirlestrar eru í boði og kynningar á heilsutengdum vörum og starfsemi.

Tæplega 10.000 hlauparar voru skráðir þegar forskráningu lauk á miðvikudag. Þetta er um 30% aukning milli ára. Búast má við að skráningartölur hækki töluvert eftir daginn í dag. Tæplega fimmtíu prósent aukning er í skráningum í hálfmaraþon þar sem tæplega 2.000 hlauparar hafa skráð sig. Þá eru um 700 hlauparar skráðir í heilt maraþon. Þá hefur áheitasöfnun gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 29 milljónir króna til góðra málefna sem er jafn mikið og heildarsöfnunin var í fyrra.

Um 1.300 erlendir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár og hafa aldrei verið fleiri. Hlaupararnir eru víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Austur Tímor, Argentínu, Taiwan, Filippseyjum, Venesúela, Haíti, Jamaica og Laos. Flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum eða 373, 233 koma frá Kanada, 149 frá Þýskalandi og 119 frá Bretlandi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall