Snjallsímaforrit fyrir iPhone frá Íslandsbanka

17.08.2011

Íslandsbanki hefur á þessu ári lagt mikla áherslu á þróun lausna fyrir farsíma í bankaviðskiptum. Nýjasta áfanganum var náð í dag með útgáfu á snjallsímaforriti (app) fyrir iPhone síma í App Store, netverslun Apple. Í síðustu viku gaf bankinn út sambærilegt forrit fyrir Android síma fyrstur íslenskra banka. Í gegnum farsímavefinn og snjallsímaforritið geta notendur framkvæmt helstu aðgerðir í Netbankanum, skoðað stöðu og yfirlit reikninga og kreditkorta, millifært, fengið upplýsingar um staðsetningu útibúa og hraðbanka. Einnig geta notendur á aðgengilegan hátt nýtt sér myntbreytu til að reikna gengi gjaldmiðla og fengið beint samband við þjónustuver. Auk þess geta notendur Android og iPhone síma fylgst með Twitter færslum bankans.

Þörfum viðskiptavina mætt

Á einu ári hefur orðið um 350% aukning á umferð um vefi bankans með farsímum og spjaldtölvum. Með þessum nýju lausnum kemur bankinn því til móts við þarfir ört vaxandi fjölda viðskiptavina með slík tæki. Hægt er að hlaða þessum forritum niður á slóðinni m.isb.is/app.

Sækja snjallsímaforrit

Nánar um bankaviðskipti í farsímanum

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall