Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

16.08.2011

Nú fjórum dögum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafa tæplega 7.000 hlauparar skráð sig til þátttöku. Þetta er nokkuð meira en á síðasta ári en vaninn er að skráningar taki verulegan kipp dagana fyrir hlaupið. Nú þegar hafa fleiri skráð sig í hálft og heilt maraþon en tóku þátt í fyrra auk þess sem fleiri boðhlaupslið hafa skráð sig til þátttöku.

Frestur til að skrá sig á netinu rennur út á morgun klukkan fjögur en hægt verður að skrá sig í hlaupið í Laugardalshöllinni á föstudag.

Rúmlega 16 milljónir hafa safnast til góðra málefna

Enn á ný verður hlaupið til styrktar góðum málefnum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og gengur hún einnig vonum framar.  Nú þegar hafa safnast rúmar 16 milljónir króna en á sama degi í fyrra höfðu safnast 11,2 milljónir króna. Því er um að ræða 43% aukningu milli ára. Um 2.800 hlauparar hafa skráð sig á hlaupastyrk en á síðasta ári hlupu tæplega 2.000 manns til góðs. Það stefnir því í að meiri fjármunir muni renna til góðra málefna nú en á síðasta ári þegar 30 milljónir söfnuðust.

Hægt er að skrá sig í hlaupið á marathon.is

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall