Rúmlega átta milljónir hafa þegar safnast til góðra málefna

11.08.2011

Söfnun áheita fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur gengið mjög vel og eru áheit á keppendur í gegnum vefinn hlaupastyrkur.is nú þegar orðin rúmlega 8,2 milljónir króna, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra. Það stefnir því í það að meiri fjármunir muni renna til góðra málefna nú en á síðasta ári, en þá söfnuðust tæpar 30 milljónir til góðra málefna. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 20. ágúst næstkomandi Um 4.500 hlauparar hafa skráð sig í hlaupið sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, og því stefnir í metþátttöku í ár.

Íslandsbanki og Reykjavíkurmaraþon kynnti í fyrra nýjan áheitavef, hlaupastyrkur.is, sem hlauparar nýta til að safna áheitum.  Þar geta allir sem ætla sér að safna áheitum stofnað sína eigin síðu sem vinir og vandamenn geta heimsótt og heitið á hlauparann á einfaldan hátt.

Vefurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal hlaupara en rúmlega 1.700 hlauparar hafa skráð sig á hann og margir nýta hann á skemmtilegan hátt til að safna áheitum. Fimm hlauparar hafa t.d. náð að safna yfir 200.000 kr. fyrir góð málefni, og sá sem hefur safnað mest hefur þegar náð 572.500 kr.

Ellefu dagar eru fram að Reykjavíkurmaraþoninu og er hægt að skrá sig í hlaupið á marathon.is og byrja að safna áheitum á hlaupastyrkur.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall