Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka: Útflutningsverðmæti sjávarafurða hækkar um 16 milljarða króna á árinu

07.08.2011

Í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka kemur fram að útflutningsverðmæti sjávarafurða muni hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012. Aukningin nemur því um 9% og mun hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna aukinna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu. 

Aukin eftirspurn og hækkandi fiskverð
Eftirspurn eftir fiskafurðum hefur aukist talsvert á alþjóðamörkuðum og er talið að hún eigi eftir að halda áfram að vaxa á næstu árum, m.a. vegna fólksfjölgunar, auknum tekjum í þróunarríkjum og aukinni áherslu á heilbrigðara líferni. Samkvæmt vísitölu sjávarafurða sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  reiknar mun alþjóðlegt fiskverð hækka töluvert á þessu ári og hafi ekki verið hærra frá árinu 1988. Að auki telja greiningaraðilar að íslenska krónan haldist tiltölulega stöðug á næstunni.  Þá jók sjávarútvegsráðherra heildarafla þorsks um 10% fyrir árið 2011/2012 en þorskurinn er rúmlega 1/3 af heildarverðmæti sjávarafurða. 

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða
Eins og sjá má á sjávarútvegs upplýsingaveitu Íslandsbanka lagði sjávarútvegurinn til tæp 40% alls vöruútflutnings á síðasta ári. Þá var útflutningsverðmæti sjávarafurða um 220 milljarðar króna. Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka spáir því um 20 milljarða króna aukningu á þessu ári og því næsta.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall