Ergo býður græn bílalán

13.07.2011

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum. Með þessu vill Ergo hvetja viðskiptavini sína til þess að velja „græna" kosti í bifreiðakaupum og stuðla að hagkvæmari rekstri bifreiða og betri nýtingu eldsneytis.

Í þessu felst að Ergo fellir niður lántökugjöld af bifreiðum í útblástursflokki A, B og C út árið 2011 og á þetta við bæði um bílasamninga og bílalán. Kjörin eru miðuð við bíla sem menga 0-120 g af CO2 á hvern ekinn kílómetra.

Dæmi:
Viðskiptavinur tekur 3 milljóna króna lán til kaupa á bifreið. Með því að kaupa „græna" bifreið í útblásturflokknum A, B og C fellur niður lántökukostnaður að upphæð  105.000 kr.

Í dag,  13. júlí opnar Ergo nýjan vef, ergo.is,  þar sem verður að finna reiknivélar til þess að reikna kostnað við fjármögnun bifreiða og tækja, rekstrarkostnað bifreiða, eldsneytiskostnað og útblástur, mengun og ferðakostnað.  Að auki verður að finna ýmsan „grænan" fróðleik um umferð og bifreiðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall